Mjólkurskólinn á Hvanneyri og Hvítárvöllum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mjólkurskólinn á Hvanneyri og Hvítárvöllum var skóli sem kenndi vinnslu og meðferð mjólkurafurða og bjó nemendur undir störf á rjómabúum. Mjólkurskólinn tók til starfa árið 1900 og var þá staðsettur í kjallara skólahússins á Hvanneyri. Þann 6. október 1903 brann Mjólkurskólahúsið og íbúðarhús Búnaðarskólans. Búnaðarskólinn var þá fluttur í Aðalstræti 18 í Reykjavík og Barónshúsið á Hvítárvöllum var keypt fyrir starfsemi Mjólkurskólans og jafnframt stofnað rjómabú þar. Mjólkurskólinn var svo starfræktur á Hvítárvöllum þangað til veturinn 1918-1919 en þá féll kennslan í skólanum niður vegna þess að mjólk og rjómi fékkst ekki frá bændum og næsta ár sótti enginn um skólavist. Árið 1921 var skólastjóra Mjólkurskólans sagt upp og nokkrum árum síðar seldi Búnaðarfélagið eignir sínar á Hvítárvöllum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]