Fara í innihald

Menningartengsl Albaníu og Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Menningartengsl Albaníu og Íslands (MAÍ) voru grasrótarsamtök sem störfuðu á Íslandi frá 1967 til 1991. Eins og nafnið bendir til höfðu þau á stefnuskrá sinni að efla menningarleg tengsl milli Íslendinga og Albana, auk þess að kynna fyrir Íslendingum þær hugmyndir sem voru ríkjandi í Albaníu á þeim tíma. Félagið gaf eitthvað út af efni, þar á meðal ritið Heimsvaldastefnan og byltingin (árið 1986) eftir forseta Albana, Enver Hoxha (1908-1985). Þegar Flokkur vinnunnar missti pólitísk tök á Albaníu árið 1991 þótti ekki lengur ástæða til að halda Albaníufélaginu starfandi, og var það því lagt niður.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.