Mjallarsteinsmári
Útlit
(Endurbeint frá Melilotus albus)
Mjallarsteinsmári | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Alibýfluga (Apis mellifera var. ligustica) á mjallarsteinsmárablómi.
| ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Melilotus albus Medik. |
Mjallarsteinsmári (fræðiheiti: Melilotus albus) er ein- eða tvíær belgjurt af ertublómaætt sem gjarnan er ræktuð sem fóður fyrir nautgripi, hross, sauðfé og geitur. Hann er einnig ræktaður sem fóðurplanta fyrir alibýflugur.
Eins og aðrar belgjurtir lifir mjallarsteinsmári í samlífi með rótarbakteríum sem binda köfnunarefni úr andrúmsloftinu og nýtist það plöntunni til vaxtar.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Melilotus albus.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Melilotus albus.