Fara í innihald

Megan Rapinoe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Megan Anna Rapinoe (fædd 5. júlí 1985) er bandarísk fyrrverandi knattspyrnukona og aðgerðarsinni.

Megan Rapione

Rapinoe spilaði á atvinnumannaferli sínum fyrir lið eins og Chicago Red Stars og Olympique Lyonnais en lengst af með Ol Reign í Seattle í bandaríkjunum. Hún spilaði einnig í bandaríska landsliðinu í 17 ár. Hún vann Ballon d‘Or Féminin árið 2019 og sama ár var hún kjörin kvenkyns leikmaður ársins af FIFA. Rapinoe vann gull með bandaríska landsliðinu á sumarólympíuleikunum í London árið 2012. Árið 2015 og 2019 varð hún heimsmeistari með bandaríska landsliðinu auk þess sem liðið varð í öðru sæti árið 2011.

Rapinoe er einnig þekkt fyrir áhuga sinn á jafnréttismálum og er hún dyggur stuðningsmaður réttinda LGBTQ+ fólks. Rapinoe er sjálf lesbía.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Rapinoe fæddist í Kaliforníu í Bandaríkjunum og er ein 6 systkina. Megan á tvíburasystur sem heitir Rachel og einn bróðir hennar heitir Brian. Megan kynntist fótbolta í gegnum Brian þegar hún sá hann æfa og horfði upp til hans.

Aktívismi[breyta | breyta frumkóða]

Rapinoe hefur notað frægð sína til að berjast fyrir ýmsum jafnréttismálum í gegnum tíðina.

Á æfingaleik við Tæland þann 7. september árið 2016 kraup Rapinoe á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður inn í Vildi Rapinoe þannig sýna samstöðu með NFL leikmanninum Colin Kaepernick og mótmælum hans gegn kynþáttahatri og lögregluofbeldi.

Árið 2019 leiddi hún málshöfðun bandaríska kvennalandsliðið bandaríska knattspyrnusambandinu, þar krafist var launajafnréttis og bættri aðstöðu til æfinga til jafns við karlaliðið.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

https://en.wikipedia.org/wiki/Megan_Rapinoe

Encyclopaedia Britannica (2023, November 30). Megan Rapinoe. Encyclopedia Britannica. https://www.britannica.com/biography/Megan-Rapinoe