Með víkingum
Með víkingum (franska: Le Serment des Vikings) er fimmta bókin í sagnaflokknum um Hinrik og Hagbarð eftir belgíska myndasöguhöfundinn Peyo. Sagan birtist í myndasögublaðinu Sval á árunum 1955 til 1956 en kom út á bókarformi árið 1957.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Hinrik og Hagbarður eru á ferðalagi og kasta mæðinni hjá fátækum sjómanni. Meðan á dvöl þeirra stendur kemur hópur víkinga og rænir Oddi litla, ungum pilti af bænum. Ræningjarnir sleppa naumlega undan Hinrik og Hagbarði, sem rekast á annan hóp víkinga sem leggja þeim lið í eftirförinni.
Í ljós kemur að félagarnir veðjuðu á rangan hest. Oddur litli reyndist konungssonur í felum og ferðafélagar Hinriks og Hagbarðs í raun útsendarar valdaræningjans Sigurðar. Hinrik og Hagbarður slást í lið með vinum Odds litla og hafa hendur í hári Sigurðar.
Íslensk útgáfa
[breyta | breyta frumkóða]Með víkingum kom út hjá bókaútgáfunni Iðunni árið 1984 í þýðingu Bjarna Fr. Karlssonar. Hún var fimmta og síðasta Hinriks og Hagbarðs-bókin sem kom út á íslensku, en jafnframt sú elsta.