Fara í innihald

Marz-bræður syngja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Marz-bræður syngja
Bakhlið
IM 38
FlytjandiMarz-bræður, tríó Eyþórs Þorlákssonar
Gefin út1954
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Marz-bræður syngja er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur söngkvartettinn Marz-bræður tvö lög ásamt tríói Eyþórs Þorlákssonar. Marz-bræður voru þeir Magnús Ingimarsson, Ásgeir Sigurðsson, Sigurður Sívertsen og Vilhjálmur B. Vilhjálmsson. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

  1. (H)Anna litla (Anna mín með ljósa lokka) - Lag - texti: Lincke - Theodór Einarsson
  2. Segl bera hann til þín - Lag - texti: Kennedy, Williams - Theodór Einarsson
Marz bræður voru kynntir sem fyrsti íslenski „swing”-kvartettinn. Hér má sjá auglýsingu í Mánudagsblaðinu, 28. júní 1954.