Fara í innihald

Mary McCormack

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mary McCormack
Mary McCormack árið 2012
Mary McCormack árið 2012
Upplýsingar
FæddMary Catherine McCormack
8. febrúar 1969 (1969-02-08) (55 ára)
Ár virk1994 -
Helstu hlutverk
Justine Appleton í Murder One
Kate Harper í The West Wing
Mary Shannon í In Plain Sight

Mary McCormack (fædd Mary Catherine McCormack 8. febrúar, 1969) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The West Wing, Murder One og In Plain Sight.

McCormack er fædd í Plainfield, New Jersey. Stundaði hún nám við Trinity College í Hartford, Connecticut þaðan sem hún útskrifaðist með gráðu í ensku og myndlist. McCormack stundaði leiklistarnám við William Esper studio í New York-borg.[1]

Í júli 2003, þá giftist McCormack framleiðandanum Michael Morris og saman eiga þau þrjú börn.[2]

McCormack byrjaði leiklistarferil sinn tólf ára í uppfærslu á óperunni Amahl and the Night Visitors eftir Gian Carlo Menotti. Árið 1999 þá var hún gestaleikari í söngleiknum Cabaret við Studio 54 leikhúsið þar sem hún lék Sally Bowles.[3] Síðan árið 2008 þá lék hún persónuna Gretchen í leikritinu Boeing-Boeing sem hún var tilnefnd til Tony verðlaunanna sem besta leikkona í leikriti.[4]

Fyrsta sjónvarpshlutverk McCormack var árið 1994 í sjónvarpsþættinum Law & Order. Árið 1995 þá var henni boðið hlutverk í glæpaþættinum Murder One þar sem hún lék Justine Appleton til ársins 2007.

McCormarck lék hinn sérstaka þjóðaröryggisráðgjafann Kate Harper í dramaþættinum The West Wing árin 2004-2006.

Árið 2008 þá var McCormack boðið aðalhlutverkið í lögregluþættinum In Plain Sight sem vitnaverndaralríkisfulltrúinn Mary Shannon, sem hún lék til ársins 2012.

Fyrsta kvikmyndahlutverk McCormack var árið 1994 í Miracle on 34th Street. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Private Parts, Deep Impact, True Crime, Mystery Alaska, East of A, Madison og For You Consideration.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1994 Miracle on 34th Street Myrna Foy
1995 Backfire! Sarah Jackson
1997 Colin Fitz Moira
1997 Private Parts Alison Stern
1997 Father´s Day Virginia Farrell ónefnd á lista
1997 Life During Wartime Sally
1998 Deep Impact Andrea Baker
1998 Harvest Alríkisfulltrúinn Becka Anslinger
1999 Getting to Know You Leila Lee
1999 True Crime Michelle Ziegler
1999 Mystery Alaska Donna Biebe
1999 The Big Tease Monique
2000 Other Voices Anna
2000 The Broken Hearts Club: A Romantic Comedy Anne
2000 Gun Shy Gloria Minetti Nesstra
2000 East of A Daphne
2001 BigLove Phoebe
2001 High Heels and Low Lifes Frances
2001 World Traveler Margaret
2001 K-PAX Rachel Powell
2002 Full Frontal Linda
2003 Dickie Roberts: Former Child Star Grace Finney
2005 Madison Bonnie McCormick
2006 Right at Your Door Lexi
2006 For Your Consideration Pílagrímskona
2007 1408 Lily
2009 Streetcar Leikaravalsstjóri
2012 Should´ve Been Romeo Ellen
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1994 Law & Order Rickie Þáttur: Doubles
1995 The Wright Verdicts Beth Eckhart Þáttur: Family Matters
1997 Murder One: Diary of a Serial Killer Justine Appleton Sjónvarpsmínisería
1995-1997 Murder One Justine Appleton 41 þættir
2001 More, Patience Patience More Sjónvarpsmynd
2002 Julie, Lydecker Julie Lydecker Sjónvarpsmynd
2003 K Street Maggie Morris 10 þættir
2004 Traffic Carole McKay Sjónvarpsmínisería
ónefndir þættir
2003-2006 ER Debbie 6 þættir
2004-2006 The West Wing Kate Harper 48 þættir
2008 Law & Order: Criminal Intent Mary Shannon Þáttur: Contract
2008-2012 In Plain Sight Mary Shannon 61 þættir
2012 The Unprofessional Hilary Pfeiffer-Dunne Sjónvarpsmynd
Í frumvinnslu

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Prism verðlaunin

  • 2009: Tilnefnd fyrir hlutverk sitt í dramaþætti fyrir In Plain Sight.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2006: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaþætti fyrir The West Wing.
  • 2005: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaþætti fyrir The West Wing.

Tony verðlaunin

  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki í leikriti fyrir Boeing-Boeing.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]