Marteinshliðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Marteinshliðið séð í átt að miðborginni

Marteinshliðið (þýska: Martinstor) er gamalt borgarhlið frá miðöldum í Freiburg í Þýskalandi, eitt af tveimur sem enn standa í borginni.

Saga Marteinshliðsins[breyta | breyta frumkóða]

Ekki er nákvæmlega vitað hvenær Marteinshliðið var reist, en aldursgreiningar hafa gefið upp ártalið 1202. Árið 1238 kemur hliðið fyrst við skjöl og hét þá Porta Sancti Martini (Hlið heilags Marteins). Hliðið var suðurútgangur úr borginni. Þar lá þjóðvegurinn til Basel. Á miðöldum var hliðið einnig notað sem fangelsi. Á 17. öld fékk norðurhlið hliðsins stóra veggmynd af heilögum Marteini og hefur það nokkrum sinnum verið lagfært, enda opið fyrir veðri og vindum. Stærstu breytingar á hliðinu voru gerðar 1901. Sökum þess að verslanahús beggja vegna hliðsins voru orðin svo há, var ákveðið að stækka hliðið. Það var þá hækkað í 60 metra og núverandi þak sett á. Auk þess var annað gat gert á hliðið til að rýmka fyrir vaxandi umferð. Það er opið fyrir bílaumferð. Þar keyra einnig sporvagnar í gegn. Hliðið slapp að mestu við skemmdir í loftárásum heimstyrjaldarinnar síðari og þurfti ekki mikilla viðgerða við. Myndin af heilögum Marteini var fjarlægð 1968/69 og voru það síðustu breytingar sem gerðar hafa verið á hliðinu. Marteinshliðið þykir eitt fegursta borgarhlið Þýskalands.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Martinstor“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2010.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist