Fara í innihald

Marteinn Lúther

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Marteinn Lúter)
Lúther 46 ára gamall, málað af Lucas Cranach eldri árið 1529.

Marteinn Lúther (stundum líka Marteinn Lúter á íslensku) (10. nóvember 148318. febrúar 1546) (þýska Martin Luther) var þýskur munkur af Ágústínusarreglunni og prófessor í biblíufræðum við Háskólinn í Wittenberg. Hann er þekktastur fyrir að vera einn af siðbótarmönnum kirkjunnar á 16. öld. Við hann er kennd evangelísk-lúthersk kirkja. Lúther var fjölhæfur guðfræðingur og iðinn rithöfundur. Eftir hann liggur mikið safn rita af ýmsum toga. Hann stóð einnig fyrir þýðingu Biblíunnar yfir á þýsku.

Universität Wittenberg

Marteinn Lúther negldi táknrænt skjal á dyr kirkjunnar í Wittenberg, þar sem hann setti fram í 95 greinum kenningar sínar um kristna trú og leiðir til þess að endurbæta hana, þá sér í lagi með tilliti til sölu á syndaaflausn. Með þessum gjörningi kom hann af stað Mótmælendahreyfingunni innan Rómversk-kaþólsku kirkjunnar sem þróaðist loks í evangelísku-lúthersku kirkjuna.

Erlendir