Fara í innihald

Cíceró

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Marcus Tullíus Cíceró)
Marcus Tullíus Cíceró (106-43 f.Kr.)

Marcus Tullíus Cíceró (3. janúar 106 f.Kr. – 7. desember 43 f.Kr.) var rómverskur stjórnmálamaður, heimspekingur og rithöfundur, og er almennt talinn meðal bestu höfunda á latínu í óbundnu máli.

Cíceró fæddist í bænum Arpínum og lést í Formía á flótta undan óvinum sínum.

Að sögn Plútarkosar var Cíceró einstaklega vel gefinn og frambærilegur nemandi. Honum var einkar annt um kveðskap, en hafði þó áhuga á flestum fræðum. Cíceró starfaði undir Gnaeusi Pompeiusi Strabo og Luciusi Corneliusi Sulla á árunum 89-88 f.Kr.

Cíceró ræðismaður

[breyta | breyta frumkóða]
O tempora o mores! („Hvílíkir tímar! Hvílíkir siðir!“) Cíceró flytur ræðu gegn Catilínu

Cíceró var novus homo sem bókstaflega þýðir nýr maður en þannig voru þeir nefndir sem voru fyrstir í sinni fjölskyldu til að eiga sæti í öldungarráðinu. Árið 63 f.Kr. varð Cíceró aukinheldur fyrsti nýi maðurinn í um þrjá áratugi til þess að verða ræðismaður. Það eina markverða sem hann gerði á embættisári sínu var að koma upp um og bæla niður Samsæri Catilínu. Lucius Sergius Catilína hafði uppi áform um að ræna völdunum í Róm. Cíceró tryggði senatus consultum de re publica defendenda sem var yfirlýsing af hálfu öldungarráðsins um að herlög væru í gildi (kallaðist einnig senatus consultum ultimum) og hrakti Catilínu úr borginni með ræðu sem hann flutti í þinginu þar sem hann réðst harkalega gegn Catilínu. Catilína flýði en skildi eftir bandamenn sína sem áttu að koma af stað uppreisn að innan meðan Catilína réðst á borgina að utan með her sem hafði verið safnað saman meal fylgismanna Súllu í Etrúríu. Cíceró lét taka þessa bandamenn Catilínu af lífi eftir að þeir höfðu játað á sig glæpi sína fyrir framan gervallt öldungaráðið, án dóms og laga en að tillögu þingsins.

Árið 58 f.Kr., tókst Publius Clodíus Pulcher sem verið hafði svarinn óvinur Cícerós síðan Cíceró bar vitni gegn honum í Bona dea hneykslinu, að láta setja lög um að hver sá sem hefði látið taka af lífi rómverskan borgara án dóms og laga fengi hvorki vatn né eld í Róm, m.ö.o. yrði útlægur. Lögin voru afturvirk og giltu því einnig um Cíceró. Cíceró fór í útlegð til Makedóníu. Hann varð mjög þunglyndur í útlegðinni og íhugaði að svipta sig lífi. Eftir um það bil ár sneri Cíceró aftur til Rómar en þá höfðu vinir hans í Róm fengið öldungaráðið til að kalla Cíceró aftur heim. Á móti honum tók fjöldi fagnandi Rómverja.

Árið 50 f.Kr. magnaðist spennan milli Pompeiusar og Júlíusar Caesar. Cíceró studdi Pompeius en reyndi að forðast það að styggja Caesar um of. Þegar Caesar hélt með her sinn inn í Ítalíu árið 49 f.Kr. flúði Cíceró Róm. Caesar reyndi án árangurs að sannfæra hann um að snúa aftur. Í júní sama ár yfirgaf Cíceró Ítalíu. Árið 48 f.Kr. var Cíceró meðal stuðningsmanna Pompeiusar við Farsalos. Eftir ósigur Pompeiusar í orrustunni við Farsalos náðaði Caesar Cíceró.

Í febrúar árið 45 f.Kr. lést Túllía, dóttir Cícerós. Andlát hennar fékk mjög á Cíceró en hann náði sér aldrei almennilega eftir það.

Andstaðan við Marcus Antonius og andlát

[breyta | breyta frumkóða]

Það kom Cíceró gjörsamlega í opna skjöldu þegar Caesar var ráðinn af dögum 15. mars árið 44 f.Kr. Í bréfi til Treboníusar, eins samsærismannanna, kvaðst Cíceró gjarnan hafa viljað vera í þeirra flokki. Á þeim glundroðatíma sem fylgdi í kjölfar morðsins á Caesari reyndi Cíceró að láta til sín taka á ný í stjórnmálunum. Hann varð fjandmaður Marcusar Antoniusar, sem hafði verið hægri hönd Caesars, og varð það til þess að þegar Oktavíanus (síðar nefndur Ágústus), Marcus Aemilius Lepidus og Antóníus stofnuðu með sér þremenningasamandið síðara sem svo er nefnt heimtaði Antóníus að nafn Cícerós yrði á lista yfir þá sem skyldi taka af lífi. Oktavíanus og Lepidus féllust á það og þar með voru örlög Cícerós ráðin. Hann var drepinn á flótta 7. desember 43 f.Kr. Höfuð hans og hendur voru hafðar til sýnis á torginu í Róm, líkt og Maríus og Súlla höfðu báðir gert við óvini sína. Cíceró var eina fórnarlamb þremenninganna sem var hafður til sýnis með þessum hætti eftir andlát sitt. Plútarkos segir að Fulvía, eiginkona Antóníusar, hafi tekið höfuð Cícerós, togað út tungu hans og rekið hana í gegn með teini og sagt að loksins þegði Cíceró, en Cíceró hafði meðal annars svívirt Fúlvíu í ræðum sínum.

Ritverk Cícerós

[breyta | breyta frumkóða]

88 af ræðum Cícerós voru ritaðar niður en einungis 58 þeirra hafa varðveist. Ræðurnar veita einstaka innsýn í stjórnmálabaráttuna í Róm á síðustu árum og áratugum lýðveldisins.

Ræður fluttar í málaferlum

[breyta | breyta frumkóða]
Opera omnia, 1566

Stjórnmálaræður

[breyta | breyta frumkóða]
snemma stjórnmálaferils (fyrir útlegð)
um miðjan stjórnmálaferil (eftir útlegð)
síðla stjórnmálaferils

(The Pro Marcello, Pro Ligario, and Pro Rege Deiotaro kallast einu nafni „caesarísku ræðurnar“).

Mælskufræði

[breyta | breyta frumkóða]

Önnur verk

[breyta | breyta frumkóða]

Varðveitt eru um 900 bréf frá Cíceró til fjölskyldu sinnar, vina og kunningja. Þau eru einstök sagnfræðileg heimild. Bréfin má flokka í fjóra hópa:

Fyrirmynd greinarinnar var „Cicero“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. september 2005..