Manuscripta Islandica

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Manuscripta Islandica (latína, þ.e.: Íslensk handrit) er ritröð sem forlagið Ejnar Munksgaard í Kaupmannahöfn gaf út á árunum 1954–1966.

Jón Helgason prófessor mun hafa átt frumkvæðið að útgáfunni og var hann ritstjóri og gaf sjálfur út öll sjö bindin sem komu út. Í ritröðinni áttu að vera handrit í fjórblöðungsbroti (kvartó, 4to), og voru í kynningarbæklingi talin upp 20 handrit sem átti að birta. Af þeim birtust sjö, en tvö voru síðar tekin upp í ritröð stærri handrita (í arkarbroti, fólíó, fol.), Early Icelandic Manuscripts in Facsimile, sem forlagið Rosenkilde og Bagger hóf að gefa út 1958. Jón Helgason var þar einnig ritstjóri, ásamt fleirum.

Þessi útgáfustarfsemi var framhald af útgáfustarfsemi Ejnars Munksgaards (Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi), en reynt að aðlaga útgáfuna betur kröfum tímans. Þannig voru bækurnar gerðar mun handhægari með því að prenta þær á þynnri pappír. Einnig var beitt nýjustu tækni í ljósmyndun. Þannig urðu sum handrit, sem höfðu verið illlæsileg vegna óhreininda, eins og ný þegar þau voru ljósmynduð í útfjólubláu ljósi. Loks voru gerðar meiri kröfur um að formálarnir fjölluðu fyrst og fremst um handritið sjálft, ástand þess, sögu, rithendur, spássíukrot o.s.frv. Formálarnir eru afar vandaðir, og má segja að þar birtist vel stefna Jóns Helgasonar um hvernig slíkar útgáfur eigi að vera.

Listi yfir ritin[breyta | breyta frumkóða]

  1. The Arna-Magnæan manuscript 551A, 4to. Bárðar saga, Víglundar saga, Grettis saga.Jón Helgason gaf út, 1954.
  2. The saga manuscript 2845, 4to in the Old Royal Collection in the Royal Library of Copenhagen..Bandamanna saga og átta aðrar sögur. — Jón Helgason gaf út, 1955.
  3. The saga manuscript 9. 10. Aug. 4to in the Herzog August Library Wolfenbüttel.Eyrbyggja saga og Egils sagaJón Helgason gaf út, 1956.
  4. The Arna-Magnæan manuscript 674A, 4to : Elucidarius.Jón Helgason gaf út, 1957.
  5. Hauksbók. The Arna-Magnæan manuscripts 371, 4to, 544, 4to and 675, 4to.Jón Helgason gaf út, 1960.
  6. Njáls saga. The Arna-Magnæan manuscript 468, 4to.Jón Helgason gaf út, 1962.
  7. Alexanders saga. The Arna-Magnæan manuscript 519A, 4to.Jón Helgason gaf út, 1966.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Skrár Landsbókasafns.