Fara í innihald

Mannréttindavaktin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mannréttindavaktin
Human Rights Watch
SkammstöfunHRW
Stofnun1978; fyrir 46 árum (1978)
GerðAlþjóðleg mannréttindasamtök
HöfuðstöðvarNew York-borg, Bandaríkjunum
LykilmennKenneth Roth (framkvæmdastjóri)
James F. Hoge Jr. (formaður)
Vefsíðawww.hrw.org

Mannréttindavaktin (enska: Human Rights Watch) eru alþjóðleg samtök sem berjast fyrir auknum mannréttindum og fylgjast með þróun mannréttinda og mannréttindabrota um allan heim. Samtökin eru óháð ríkisstjórnum og með aðalstöðvar í New York í Bandaríkjunum.

Samtökin voru upphaflega stofnuð 1978 undir heitinu Helsinkivaktin (e: Helsinki Watch) til að fylgjast með framferði Sovétríkjanna sem höfðu skrifað undir Helsinki-sáttmálann. Fleiri vaktir voru stofnaðar sem fylgdust með öðrum ríkjum og 1988 sameinuðust þær undir núverandi heiti.

Sérstaða Mannréttindavaktarinnar felst einkum í mannréttindaskýrslum sem þykja ítarlegar og áreiðanlegar vegna mikillar vinnu sem er lögð í þær. Skýrslurnar varpa oft ljósi á mannréttindabrotum og leiða til þrýstings á viðkomandi stjórnvöld og önnur samtök til þess að leiðrétta vandann. Jafnrétti kynjanna, jafnrétti vegna kynhneigðar, pyntingar, notkun barna í hernaði, spilling stjórnvalda og dómskerfis eru meðal þeirra mála þar sem samtökin hafa verið hvað virkust.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.