Fara í innihald

Pyntingar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pynting)
Ýmis pyntingatæki til sýnis á safni

Pyntingar felast í því að baka einhverjum sársauka og meiðsli, markvisst og af ásettu ráði, í refsingarskyni, hefndarskyni, sem hluti af pólitískri endurhæfingu, niðurlægingu fórnarlambsins eða sem hluti af yfirheyrslu. Pyntingar af ýmsu tagi hafa verið stundaðar frá örófi alda og allt til okkar daga af einstaklingum, hópum og ríkjum. Í alþjóðalögum er litið á pyntingar sem brot á mannréttindum og þær eru fordæmdar í 5. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Þriðji og fjórði Genfarsáttmálinn banna pyntingar í vopnuðum átökum. Pyntingar eru líka bannaðar samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum sem 147 ríki hafa undirritað.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.