Fara í innihald

Maggi Mix

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maggi Mix
Maggi Mix í ágúst 2011
Fæddur
Magnús Valdimarsson

3. apríl 1985 (1985-04-03) (39 ára)

Magnús Valdimarsson (f. 3. apríl 1985), sem er betur þekktur sem Maggi Mix, er íslenskur skemmtikraftur og tónlistarmaður frá Kópavogi. Hann er þekktur fyrir myndbönd og tónlist sína, auk þess að sýna frá daglegu lífi sínu á samfélagsmiðlum.[1]

Árið 2001 gerði Maggi Mix lagið „Sexý Bomba!“, sem er íslensk útgáfa af laginu „Sex Bomb“ eftir Tom Jones. Hann flutti lagið á skemmtun í Kópavogi, en upptaka af laginu fór í dreifingu á internetinu og hann varð fyrst þekktur í kjölfarið á því.[1]

Árið 2009 hóf hann að hlaða upp matreiðslumyndböndum og lögum á YouTube og Facebook og varð þjóðþekktur í kjölfarið.[1] Árið 2010 varð hann sá Íslendingur sem var með flesta fylgjendur á Facebook.[2] Auk þess að gefa út matreiðslumyndbönd og tónlist hefur Maggi Mix einnig komið fram á viðburðum með uppistand, sungið lög, farið með „pikkupplínur“ og spilað sem plötusnúður.[1][2] Meðal vinsælla laga eftir hann eru „Sexý Bomba!“ og „Gymmið Gefur“.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Skessuhorn. „„Borgarnes er happíness, engar áhyggjur, ekkert stress" - Skessuhorn - fréttir af Vesturlandi“. skessuhorn.rat.nepal.is. Sótt 8. júní 2020.
  2. 2,0 2,1 „Auddi & Sveppi - Maggi Mix - Vísir“. visir.is. Sótt 23. júlí 2023.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.