1586
Útlit
(Endurbeint frá MDLXXXVI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1586 (MDLXXXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Oddur Einarsson varð skólameistari í Hólaskóla.
- Skansinn reistur í Vestmannaeyjum að boði Friðriks 2. Danakonungs.
- Þetta ár voru skip Danakonungs í Vestmannaeyjum þessi: 5 tólfæringar, 8 teinæringar, 1 áttæringur og 2 sexæringar. Bátar eyjarskeggja sjálfra voru fáir og litlir.
Fædd
- Halldór Jónsson hertekni, lögréttumaður á Hvaleyri við Hafnarfjörð (d. 1648).
Dáin
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Hjálmar Sveinsson, 25 ára, hengdur í Árnessýslu, fyrir þjófnað.[1]
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 20.-21. september - Fjórtán menn teknir af lífi í London fyrir þátttöku í Babington-samsærinu en áform þeirra hafði verið að myrða Elísabetu drottningu og koma Maríu Stúart til valda.
- Óbeliskan (steinsúlan) á Péturstorginu í Róm reist þar. Hún hafði verið flutt til Rómar frá Egyptalandi á tímum Ágústusar keisara.
- Færeyingurinn Magnús Heinason sigldi að ströndum Grænlands en sá þar hvergi merki um mannvist.
Fædd
Dáin
- 25. janúar - Lucas Cranach yngri, þýskur listmálari (f. 1515).
- 17. október - Sir Philip Sidney, enskt skáld, hirðmaður og hermaður (f. 1554).
- 12. desember - Stefán Batory, konungur Póllands (f. 1533).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.