John Ford
Útlit
John Ford (1. febrúar, 1894 – 31. ágúst, 1973) var bandarískur kvikmyndaleikstjóri sem er þekktastur fyrir vestra á borð við Póstvagninn (The Stagecoach), Í óvinahöndum (The Searchers) og Maðurinn sem skaut Liberty Valance (The Man Who Shot Liberty Valance) og fyrir kvikmyndaútgáfur af frægum bandarískum skáldsögum eins og Þrúgur reiðinnar. Hann var gríðarlega afkastamikill og leikstýrði yfir 140 kvikmyndum, en flestar þeirra 60 kvikmynda sem hann gerði á tímabili þöglu myndanna hafa glatast. Hann var frumkvöðull í útitökum og notkun víðmyndar þar sem persónurnar eru í forgrunni framan við víðáttumikið landslag. Hann vann fern Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn sem er met.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist John Ford.