1437
Útlit
(Endurbeint frá MCDXXXVII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1437 (MCDXXXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Gozewijn Comhaer skipaður Skálholtsbiskup í staðinn fyrir Jón Vilhjálmsson Craxton, sem var sviptur embætti.
- Þóra Finnsdóttir varð abbadís í Reynistaðarklaustri og vígði Gozewijn Skálholtsbiskup hana því biskupslaust var á Hólum.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 20. febrúar - Jakob 1. Skotakonungur var myrtur af samsærismönnum. Sumir þeirra, þar á meðal föðurbróðir Jakobs, jarlinn af Atholl, og sonarsonur jarlsins, Robert Stewart, voru pyntaðir til bana fyrir þátt sinn í morði hans.
- Jakob 2. var krýndur konungur Skotlands, sex ára gamall.
- Edinborg var gerð að höfuðborg Skotlands.
- Hinrik 6. Englandskonungur var lýstur lögráða og tók við stjórnartaumunum.
- Danska ríkisráðið bauð Kristófer af Bayern dönsku krúnuna þar sem Eiríkur af Pommern hafði yfirgefið ríki sitt og sest að á Gotlandi.
Fædd
- (sennilega) - Elizabeth Woodville, Englandsdrottning, kona Játvarðar 4. (d. 1492).
Dáin
- 3. janúar - Katrín af Valois, Englandsdrottning, kona Hinriks 5. (f. 1401).
- 21. febrúar - Jakob 1. Skotakonungur myrtur (f. 1394).
- 10. júní - Jóhanna af Navarra, Englandsdrottning (f. 1370).
- 9. desember - Sigmundur, keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1368).
- Niccolò Niccoli, fræðimaður sem fann upp Ítalíuskrift (d. 1437).