Fara í innihald

Múndamál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Múndamál eru flokkur ástróasískra mála sem töluð eru á Norðaustur-Indlandi. Nafnið er dregið af heiti Múnda-þjóðflokksins sem mál þessi talar. Þau eru um 12 talsins. Helst þessara mála er santalí sem er talað af um 5 milljónum í Bíhar, Vestur-Bengal og Orissa.

Talið er að múndamál hafi áður fyrr verið stórum útbreiddari en nú er. Hafa þau orðið að þoka fyrir arískum málum og dravídamálum sem nú umkringja þau á alla vegu.

Múndamál skiptast í fimm óumdeildar greinar, en tengsl þeirra eru umdeild.

Diffloth (1974)

[breyta | breyta frumkóða]

Diffloth-flokkunin (1974) er víða notuð.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.