Dravidísk tungumál
Útlit
(Endurbeint frá Dravídamál)
Dravidísk tungumál eru ætt 25 tungumála, sem eru töluð af 180 milljónum manna. Dravídamál eru frumbyggjamál Indlands sem hröktust suður undan innrás Indóevrópumanna. Þau skiptast í fjóra flokka: suður-, miðsuður-, mið- og norður-dravidísk tungumál.
Til norður-dravídískra mála teljast kúrúkí, brahúí og malítí.
Til mið-flokksins teljast kolamí, nakí, parídí, olarí og gadaba.
Til mið-suður flokksins teljast telúgú, savara, gondí, konídí, penígí, mandí, kúí og kúví.
Til suðurflokksins teljast tamílska, malæjalam, irúla, kodagí, kótí, tódí, badaga, kanídí og túlú.
Fjögur dravidísk mál hafa opinbera stöðu samkvæmt grunnlögum Indlands: tamilíska, malæjalam, kanídí og telúgú.
Sjá ennfremur: dravídamálin eftir fjölda mælenda.