Málskipti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Málskipti eiga sér stað þegar mælandi skiptir milli tungumála eða mállýska í einu samtali þannig að málfræði og hljóðfræði hvers tungumáls helst aðskilið. Málskipti eru því ólík lánsorðum, lánsþýðingum, yfirfærslu eða notkun blendingsmála. Díglossía eru málskipti sem leiða af tilteknum samskiptaaðstæðum og eru fasttengd þeim, eins og þegar maður í banka skiptir úr mállýsku í opinbert mál þegar hann hættir að spjalla á almennum nótum við gjaldkerann og snýr sér að erindi sínu.

Áður fyrr var algengt að líta á málskipti sem mállýti en nú er almennt litið á þau sem eðlilega afleiðingu af tvítyngi og fjöltyngi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.