Fara í innihald

Lýsi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrir fyrirtækið, sjá Lýsi (fyrirtæki).
Lýsispillur

Lýsi er olía unnin úr fljótandi fitu fisks og sjávarspendýra. Lýsi er einkum búið til úr lifur fisktegunda eins og þorsks, ufsa og hákarls en áður fyrr var það einnig gjarnan unnið úr hval og sel.

Lýsi er m.a. hreinsað með því að hita það, við vinnsluna skemmast sum vítamínin í lýsinu (t.d. D-vítamínið) og er þess vegna bætt við eftir að vinnslunni lýkur.[1]

Lýsi er auðugt af A-vítamínum og D-vítamínum og inniheldur lítið af mettuðum fitusýrum en mikið af ómettuðum fitusýrum. Lýsi hefur lengi verið notað sem fæðubótarefni og lyf við hörgulsjúkdómum. Lýsi er notað sem hráefni í iðnaði í smjörlíkisgerð og sem dýrafóður og er þá lýsið gjarnan brætt úr heilum torfufiski eins og loðnu og síld. Þegar lýsisflaskan hefur verið opnuð byrjar fitan að þrána og verður skaðleg. Helsta hættan við að hita lýsi er sú að það þráni/oxist þegar súrefni bindst við það og að Omega-3 fitusýrurnar skemmist af þeim sökum. Til að varna því að það gerist fer hitun fram undir lofttæmi sem tryggir að súrefni kemst ekki í snertingu við lýsið.[1] Lýsi á því ekki að geymast lengi eða vera notað löngu eftir opnun, til að kanna þránun er hægt að smakka lýsið, ef það er byrjað að þrána er það vont á bragðið, fiskiolía er svo auðvitað best óunnin og fersk úr nýveiddum fisknum.

Barnshafandi konum er ráðlagt að taka annað hvort teskeið af þorskalýsi (5 ml), lýsisbelgi eða fjölvítamín með D-vítamíni. Hins vegar eiga þær ekki að taka ufsalýsi þar sem það inniheldur of mikið af A vítamíni sem getur verið skaðlegt.[2]

Lýsi inniheldur margar fitusýrur svo sem omega-3.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 ER LÝSI HITAÐ VIÐ FRAMLEIÐSLU? Lýsi.is, skoðað 18. apríl, 2018.
  2. „Embætti landlæknis – Venjulegur góður matur á meðgöngu“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. mars 2015. Sótt 25. febrúar 2015.
  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.