Fara í innihald

Lýsislampi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lýsislampi

Lýsislampi (grútarlampi eða grottarlampi) var lampi sem notaður var á Íslandi og hafði lýsi til ljósmetis og oftast þurrkaða fífu fyrir kveik. Lýsislampinn var tvöfaldur, meðan kolan var einföld, en hún var oft aðeins holaður steinn eða gerð úr lélegum málmi (þá stundum nefnd lýsispanna). Lýsislampinn var því eilítil framför frá kolunni, ljósmagnið öllu meira, og eins og segir í Horfnum starfsháttum, eftir Guðmund Þorsteinsson frá Lundi: „Á síðustu öldum voru kolur orðnar tvöfaldar, kölluðust þá lampar og þóttu mestu þing og fyrirmyndarljósfæri“. Lýsislampar lögðust almennt niður á Íslandi á árunum 1870-1880 þegar olíulamparnir tóku við.

Á 19. öld voru flestir lýsislampar úr kopar. Þeir voru dálítið í laginu eins bókstafurinn J á hlið og eins og Q að ofan séð og voru samansettir úr efri og neðri skál. Ljósmetið var í efri skálinni og sömuleiðis kveikurinn, sem lá í vörinni á lampanum. Ef kveikurinn dró upp úr efri skálinni meira lýsi en brann þá draup afangurinn niður í undirlampann. Þannig var hægt að nýta lýsið „aftur“.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.