Fara í innihald

Smjörlíki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Smjörlíki

Smjörlíki er álegg svipað smjöri sem smurt er á brauði eða notað í bakstri eða annars konar matargerð. Upphaflega smjörlíkið var búið til úr nautakjötsfitu og léttmjólk en það var Frakkinn Hippolyte Mège-Mouriès efnafræðingur sem gerði það fyrst árið 1869. Uppfinningurinn var afleiðing áskorunar Napóleons 3., sem var að leita að smjörstaðgengli fyrir hermenn og lægri stéttirnar.

Í dag er smjörlíki framleitt úr unninni jurtaolíu og vatni, og stundum er mjólk bætt líka við. Smjörlíki, eins og hefðbundið smjör, er í raun og veru fleyti af örlitlum vatnsdropum dreifðum jafnt í fitu, sem er í kristalformi. Lágmarksfituinnihald smjörlíkis er 80%.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.