Lífsvæði
Útlit
Lífsvæði er einsleitt náttúrulegt umhverfi sem hýsir tiltekna samsetningu dýra og jurta. Ólíkt búsvæði sem vísar til umhverfis tiltekins stofns lífvera af einni tegund, lýsir lífsvæði umhverfi heils líffélags, það er allra þeirra lífvera sem lifa á sama svæði. Dæmi um lífsvæði er mýri, hálendi eða tjörn.