Líffélag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Líffélag í hlíðum Mont Ventoux í Frakklandi þar sem fjaðurgras vex ásamt sópum og þyrnum sem eru étin af héra og hagamús sem aftur eru étin af ref og merði.

Líffélag er hópur lífvera sem lifa saman á tilteknu lífsvæði. Hver stofn er bæði afleiðing af samskiptum eintaklinga af sömu tegund og einstaklinga af ólíkum tegundum á tilteknum tíma og tilteknum stað. Samsetning líffélagsins byggir þannig á jafnvægi milli stofna af ólíkum tegundum sem hver skipar sinn sess. Samband milli ólíkra tegunda getur tekið á sig mynd samlífis, samkeppni eða afráns.

Líffélag og lífsvæði mynda saman eitt vistkerfi.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.