Hellisgerði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leiksvæði í Hellisgerði.
Skógarbeyki í Helllisgerði, tré ársins 2017.

Hellisgerði er almenningsgarður í Hafnarfirði. Hann er þekktur fyrir miklar hraunmyndanir sem gefa honum óvenjulegt yfirbragð. Í garðinum er minnismerki um Bjarna Sívertsen og bonsai-garður (á sumrin) meðal annars. Hellisgerði er notaður fyrir sumarhátíðir og er þar útisvið.

Í garðinum eru trjátegundir sem eru sjaldgæfar á Íslandi eins og hrossakastanía, gráösp, skógarbeyki og degli.

Hellisgerði var vigt á jónsmessu árið 1923 en þremur árum áður var stofnað í Hafnarfirði Málfundafélagið Magni og það var í því félagi sem hugmynd um ræktun í Hellisgerði kom fram. Fyrsta trjáplantan var gróðursett 18. maí 1924. Steypt var tjörn í garðinn og á stall í miðjunni var set stytta sem vatn gýs út. Var það listaverk eftir Ásmund Sveinsson sem heitir Yngsti fiskimaðurinn. Styttan hefur nú verið fjarlægð úr tjörninni. Í Hellisgerði er einnig stytta af Bjarna Sívertsen riddara eftir Ríkarð Jónsson og lágmynd af Guðmundi Einarssyni sem talinn er frumkvöðull að vernd og ræktun Hellisgerðis.

Svipmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.