Flókadalur (Borgarfirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Flókadalur er dalur í Borgarfjarðarsýslu og liggur frá vestri til austurs á milli Reykholtsdals og Lundarreykjardals. Hann er breiður en grunnur og liggur á milli lágra hálsa.

Flókadalur þykir fremur sviplítill. Hlíðarnar og dalbotninn eru aflíðandi og dalurinn rennur í raun saman við hálendið án greinilegra marka. Dalbotninn er ekki sléttur, heldur er hæðahryggur eftir miðjum dalnum sem skiptir honum í tvennt. Nokkur smávötn og tjarnir eru í lægðum í hryggnum. Um syðri dalinn rennur Flóka eða Flókadalsá en Geirsá um þann nyrðri. Allnokkrir bæir eru í dalnum en hann var þó ekki sérstakt sveitarfélag, heldur heyrði hann til Reykholtsdalshreppi og síðan Borgarfjarðarsveit og er nú í Borgarbyggð.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Íslenska Alfræðiorðabókin, 1. bindi, Ritstjórar Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir, Bókaútgáfan Örn og Örlygur, án útgst, 1990.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.