Logi Eldon Geirsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Logi Geirsson
Logi Eldon Geirsson
Upplýsingar
Fæðingardagur 10. október 1982 (1982-10-10) (39 ára)
Fæðingarstaður    Hafnarfjörður, Ísland
Núverandi lið
Núverandi lið FH
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
?
2004-2010
2010-2011
FH
TBV Lemgo
FH
   

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Logi Eldon Geirsson (fæddur 10. október 1982) er fyrrverandi íslenskur handknattleiksmaður sem lék með íslenska liðinu FH.[1]

Foreldrar Loga eru þau Geir Hallsteinsson og Ingibjörg Eldon Logadóttir. Skólaganga Loga hófst á Leikskólanum Norðurbergi í Hafnarfirði og þaðan lá leið hans í Engidalsskóla. Hann lauk síðan stúdentsprófi frá Flensborg.

Logi lék handknattleik frá blautu barnsbeini og ólst upp sem handboltamaður í Hafnarfirði. Hann hóf feril sinn hjá FH í Hafnarfirði en fór til Lemgo árið 2004.

Logi lék með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og þegar það vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki 2010.

Logi varð evrópumeistari með félagsliði sínu 2006.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Logi Geirsson samdi við FH“.