Lockerbie

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Lockerbie er íslensk hljómsveit sem spilar melódískt popp-rokk í bland við kraftmikið post-rokk. Hún var valin ein af sigursveitum í Sumarkeppni Rásar 2 og Stúdíó Sýrlands.[1] Hljómsveitin er fjögurra manna og gaf út sína fyrstu plötu, Ólgusjó 7. júní 2011.[2] Platan fékk 4 af 5 stjörnum í gagnrýni Fréttablaðsins og var valin plata vikunnar á Rás 2.[2] Hljómsveitin er með útgáfusamning við Record Records á Íslandi[2] og Rallye Label í Japan.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.