Lockerbie
Útlit
Lockerbie er íslensk hljómsveit sem spilar melódískt popp-rokk í bland við kraftmikið post-rokk. Hún var valin ein af sigursveitum í Sumarkeppni Rásar 2 og Stúdíó Sýrlands.[1] Hljómsveitin er fjögurra manna og gaf út sína fyrstu plötu, Ólgusjó 7. júní 2011.[2] Platan fékk 4 af 5 stjörnum í gagnrýni Fréttablaðsins og var valin plata vikunnar á Rás 2.[2] Hljómsveitin er með útgáfusamning við Record Records á Íslandi[2] og Rallye Label í Japan.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Lockerbie gefur út sína fyrstu breiðskífu“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. júní 2011. Sótt 8. ágúst 2011.
- ↑ Stökkva upp til: 2,0 2,1 2,2 Platan ólgusjór með Locerbie er íslenska plata vikunnar hjá rás 2[óvirkur tengill]
- ↑ „Nýtt lag frá Lockerbie“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2013. Sótt 8. ágúst 2011.