Loðglætingur
Útlit
(Endurbeint frá Loðmylkingur)
Loðglætingur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Lactarius torminosus |
Loðglætingur eða loðmylkingur (fræðiheiti: Lactarius torminosus) er sveppur af Hnefluætt sem vex einkum í birkiskógum. Hatturinn er allt að 12 sm í þvermál, ljós með rauðbleikum hringjum og dæld í miðjunni. Hatturinn er loðinn, einkum á ungum sveppum. Stafurinn er fremur stuttur og hvítur og holdið stökkt. Ef fanirnar eru brotnar rennur úr þeim hvítur vökvi sem er mjög beiskur og veldur uppköstum þannig að þessi sveppur er aldrei borðaður hrár. Þessi vökvi gerir það líka að verkum að skordýr halda sig frá honum.
Á Íslandi er þessi sveppur algengur um allt land og finnst helst í námunda við birki. Hann er matsveppur í Finnlandi og Rússlandi þar sem hann er matreiddur á ákveðinn hátt en á flestum öðrum stöðum er hann talinn eitraður.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist loðglætingi.
Wikilífverur eru með efni sem tengist loðglætingi.