Ljóstillífun
Ljóstillífun er það lífefnafræðilega ferli sem plöntur, þörungar, sumar bakteríur og einstaka frumdýr nota til að vinna orku úr sólarljósi til að framleiða næringu. Ljóstillífun er mjög mikilvæg lífríki jarðar þar sem nær allar lífverur þar treysta beint eða óbeint á þá orku sem til verður við ljóstillífun, einnig mynda nær allar lífverur sem stunda ljóstillífun súrefni sem aukaafurð. Lífverur sem eru færar um ljóstillífun eru kallaðar frumbjarga lífverur.
Ljóstillífun í plöntum
[breyta | breyta frumkóða]Plöntur breyta koltvíoxíði og vatni í sykrur og súrefni með ljóstillífun með eftirfarandi efnaferli:
Í plöntum eru það grænukorn frumna plantnanna sem fanga orku sólarljóssins. Þessi grænukorn eru inni í frumum plantna og gefa þeim græna litinn.
Þetta nægir þó ekki til að lýsa til fullnustu ljóstillífunarferlinu. Í raun skiptist ljóstillífunin í tvö ferli sem eru kölluð ljósháð kerfi (light reaction) og ljósóháð kerfi (dark reaction eða Calvin cycle).
Ljósháða kerfið notar ljóseindir (fótónur) til að búa til ATP úr ADP (fosfathópur er hengdur á ADP sem hefur þá þrjá fosfathópa í stað tveggja). Ferlið hefst á því að blaðgrænan (chlorophyll), sem er í himnuskífunum (thylakoid) í grænukornunum (staflar af himnuskífum eru nefndir grönur), gleypir ljóseind og örvar þetta blaðgrænuna sem getur þá gefið frá sér rafeind. Rafeindaflutningskeðja í himnuskífukerfinu flytur svo þessa rafeind til. Það sem myndast í þessu ferli er NADPH+, róteind (H+) og ATP.
Ljósóháða kerfið notar svo þetta ATP, NADPH og róteindina (H+) til að búa til sykrur úr CO2. Ljósóháða kerfið vinnur í merg (stroma) grænukornanna. Þrátt fyrir nafnið virkar ljósóháða kerfið aðeins þegar ljóss nýtur við því þau ensím sem nauðsynleg eru til að búa til sykrur úr CO2 nýta sér ATP-ið og NADPH-ið sem kemur út úr ljósháða kerfinu. Þessum ensímum er ekki komið fyrir á „lager“ og því ganga kerfin bara samhliða [1] .
Til eru þrjú megin ljóstillífunarferli í plöntum; C3 (sem er langalgengast), C4 og CAM (algengt í þykkblöðungum).
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- „Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni?“. Vísindavefurinn.
- „Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar?“. Vísindavefurinn.
- ↑ Purves, W.K.; Sadava, D., Orians, G.H., Heller, H.C. (2004). Photosynthesis: Energy from the sun. Sinauer Associates, Inc., W.H. Freeman & Co. bls. 146-155.