Fara í innihald

Eldstöðvakerfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Eldstöðvarkerfi)
Eldstöðvarkerfið

Eldstöðvakerfi er sprungurein með gossprungum, siggengjum og sigdölum og oftast með megineldstöð um miðbikið, sem þiggur kviku frá sömu kvikuuppsprettu.

Ef eldvirkni, sprungur, brotalínur, siggengi, og sigdalir á gosbeltunum eru skoðuð í samhengi kemur í ljós að þau mynda aflöngu belti sem raða sér eftir skástígu kerfi eftir gosbeltunum. Þessi aflöngu belti hafa verið nefnd sprungureinar.

Í miðju sprungureina virðist virknin vera mest og hafa í mörgum þeirra hlaðist upp mikil eldfjöll. Slík eldfjöll eru nefnd megineldstöð og undir þeim eru svokölluð kvikuhólf.

Askja getur myndast í kjölfar mikils sprengigoss þar sem þakið yfir kvikuhólfinu brestur og hringlaga landsig verður í megineldstöðinni. Fyrst myndast sprungurein, síðan kvikuhólf, megineldstöð.

Ísland sem eldstöðvasvæði inniheldur u.þ.b. 30 eldstöðvarkerfin og er talið vera eitt af því stærsta eldstöðvasvæði í heiminum. Aðalástæðan fyrir því er möttulstrókurinn sem kemur upp undir Vatnajökli.

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.