Fara í innihald

Listi yfir persónur og atriði í Spaugstofunni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Persónur og atriði í Spaugstofunni eru fjölmörg. Spaugstofumenn leika í þáttunum stjórnmálamenn og annað fólk sem er áberandi í fjölmiðlum. Þeir leika einnig persónur sem þeir hafa sjálfir þróað.

Ragnar Reykás[breyta | breyta frumkóða]

Lágvaxni alþýðumaðurinn Ragnar Reykás er leikinn af Sigurði Sigurjónssyni. Hann kemur venjulega fram í viðtölum utandyra við fréttamanninn Erlend (leikinn af Erni Árnasyni) og gefur álit "mannsins á götunni" á málefnum líðandi stundar. Einkennandi fyrir þessi viðtöl er að Ragnar gefur sig út fyrir að hafa ígrundaðar skoðanir á málunum og talar af sterkri sannfæringu en á meðan á viðtalinu stendur gerist eitthvað sem leiðir til þess að Ragnar sér nýja hlið á málinu og skiptir algjörlega um skoðun. Þegar Tor Bomann-Larsen kynnti tilgátur sínar um að Ólafur fimmti, konungur Noregs, hefði verið rangfeðraður, kom í ljós að Ragnar Reykás væri réttborinn konungur Noregs.

Kristján Ólafsson[breyta | breyta frumkóða]

Kristján Ólafsson, einnig leikinn af Sigurði Sigurjónssyni, sér um fræðsluþætti fyrir neytendur og reynir að gefa neytendum góð ráð varðandi ýmsar vörur. Hann kynnir sig með því að segja "Kristján heiti ég, Ólafsson". Kristján hefur nokkra kæki og virðist því vera taugaóstyrkur yfir því að tala fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar. Hann verður sérstaklega vandræðalegur þegar hann talar um kynlíf og því tengda hluti, en það gerir hann oft. Hann nefnir gjarnan ensk orð yfir hluti og hugtök sem hann talar um, áhorfendum til upplýsingar. Í einum þætti dró hann stóran smokk yfir líkama sinn og tróð sér inn í stórt líkan af kynfærum konu. Þetta atriði varð til þess að forsvarsmenn þáttarins voru kærðir fyrir að brjóta gegn almennu velsæmi.

Bogi og Örvar[breyta | breyta frumkóða]

Útigangsmennirnir Bogi og Örvar, venjulega titlaðir "rónar", eru leiknir ef Erni Árnasyni og Randver Þorlákssyni. Þeir halda til á bekk við styttuna af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli. Þeir taka yfirleitt ekki virkan þátt í íslenska þjóðfélaginu heldur láta sér oftast nægja að velta því fyrir sér hvaða afleiðingar ýmsar aðgerðir og breytingar munu hafa fyrir þá. Þegar þeir komast að niðurstöðu syngja þeir ýmist "Nú erum við í góðum málum, lallarallala," eða "Nú erum við í vondum málum, lallarallala," eftir því hver niðurstaðan er. Sum atriði með Boga og Örvari ganga út á tilfallandi orðaleiki og enn önnur draga á skoplegan hátt fram muninn á lífi útigangsmannsins og lífi hins vinnandi manns, t.d. þegar annar þeirra vinnur 50% starf hjá fyrirtæki og er svo "róni hálfan daginn" og þegar annar þeirra hefur með sér nema, ungan mann sem er að "læra til róna".

Hjónin Boris og Svetlana[breyta | breyta frumkóða]

Hjónin Boris Beljakov og Svetlana Rassarova eru skautadansarar frá fyrrum Sovétríkjunum. Til að byrja með komu þau aðallega fram í sjónrænum grínatriðum en þau komu fram í viðtali þegar "nýbúar" komust í fjölmiðlaumræðuna.

Sniðugt á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Sniðugt á Íslandi eru atriði sem sýna nokkra austur-evrópska menn sem sækja námskeið í íslensku fyrir nýbúa. Ýmis fyrirbæri í íslenska þjóðfélaginu eru útskýrð fyrir nýbúunum, sem jafnan komast að þeirri niðurstöðu að það sé "sniðugt á Íslandi".

Samsæriskenninga-maðurinn[breyta | breyta frumkóða]

Ónefndur maður, leikinn af Erni Árnasyni, kynnir ýmsar samsæriskenningar fyrir áhorfandanum. Stundum horfir áhorfandinn á hann gegnum öryggismyndavélar hér og þar. Þessi maður horfir alltaf í myndavélina og talar beint til áhorfandans. Hann hefur innréttað leynilega njóstastöð innan í styttu fyrir framan Stjórnarráðið í Reykjavík og þaðan njósnar hann um ríkisstjórn Íslands. Hann grunar Norðmenn um samsæri til að ná völdum á Íslandi. Þegar honum sýnist fólk vera að fylgjast með honum hrópar hann "Heia Norge!" í uppgerðarhollustu við Noreg.

Geir og Grani[breyta | breyta frumkóða]

Geir og Grani eru lögreglumenn leiknir af Karli Ágústi Úlfssyni og Sigurði Sigurjónssyni sem eru ekki ósvipaðir Harry og Heimi. Þeir leysa oft fíkniefnamál lögrgelunnar og fóru í viðtöl um hvernig lögreglunni gengur. Svo voru líka stutt atriði sem sýndi þá að stöðrfum en ekki með neinn fréttamann til að taka viðtal við.

Á bak við tjöldin[breyta | breyta frumkóða]

Á bak við tjöldin voru atriði þar sem sýnt var tæki og tól í daglegu lífi Íslendingi t.d Hver er það sem kveikir ljósin í ísskápunum heima hjá okkur. Svo er sýnt hvernig hann vinnur þegar hann er að stöfrum og tekið stutt viðtal.

Silli[breyta | breyta frumkóða]

Silli er nískur maður sem fer í verslanir og vill yfirleitt fá endurgreitt eitthvað sem flestir fá ekki endurgreitt. Hann hugsar líka mikið um að spara og græða meiri pening. Hann er leikin af Karli Ágústi Úlfssyni og er í svörtum frakka og með pípuhatt.

Númi[breyta | breyta frumkóða]

Númi leikin af Erni Árnasyni er persóna sem talar ekkert í þáttunum. Hann er ekkert ósvipaður Hr. Bean til dæmis. Atriðin hans ganga út á það að hann lendir í klúðri með daglega hluti sem flestir Íslendingar kannast við.

Krummi[breyta | breyta frumkóða]

Krummi er persóna sem er leikin af Sigurði Sigurjónssyni. Krummi er bílaviðgerðarmaður sem eyðileggur oftast bílana. Hann er oft brjálaður og pirrraður og kjörorð hans eru "er það ekki allt í lagi?" Til að byrja með vann á bílaverkstæði með yfirmanni sínum en fljótlega fór yfirmaðurinn að hætta að byrtast og Krummi sá einn um bílaverkstæðið.

Dolli[breyta | breyta frumkóða]

Dolli er persóna sem er leikin af Sigurði Sigurjónssyni. Hann er oft með leikþætti eða látbragsleik þar sem hann sýnir eitthvað sem hann er að gera og fær svo fólk til að gýska. Það hefur aldrei gerst að einhver skilur hvað Dolli er að gera, því það er svolítið flókið. Það sem hann er að leika er oft tengt fréttum líðandi stundar.

Fúli föndurmaðurinn[breyta | breyta frumkóða]

Ónefndur maður, leikinn af Karli Ágústi Úlfssyni sem sér um föndurþátt. Hann er mjög fúll og gerir ekki oft ráð fyrir því að fólk sé að horfa á þáttinn. Stundum hættir hann í miðri föndurkennslustund og fer að gera eitthvað annað.

Matargatið[breyta | breyta frumkóða]

Matargatið voru atriði þar sem kokkurinn Sigmar B. Hauksson kenndi að matreiða einhvern rétt í hverjum þætti. Til að byrja með fékk hann oft gesti til að koma með sína uppskrift. Sigmar var leikin af Erni Árnasyni.

Íþróttir[breyta | breyta frumkóða]

Íþróttir voru liðir þar sem fólk reyndist við íþróttir. Það var alltaf sýnd nokkur íþróttaatriði af sömu íþróttinni í einum þætti. Það voru oft lýsendur í gegnum tíðina. Fréttamaður sem Pálmi Gestsson lék var frá 1989 - 1992. Örn Árnason lék lýsanda 1996, Pálmi 1997 og 1998 og svo 1998 - 1999 með Erni stundum. Íþróttirnir gekku líka stundum út á það að segja nýjustu íþróttatíðindin með spaugilegum hætti í fréttaleikmyndinni.

Fréttamenn í þáttunum[breyta | breyta frumkóða]

  • Pétur Teitsson - Karl Ágúst Úlfsson
  • Óskar - Sigurður Sigurjónsson
  • Erlendur Sigtryggsson - Örn Árnason
  • Ófeigur Bárðarsson - Örn Árnason
  • Hafþór Kárason - Pálmi Gestsson
  • Sigurður Vilbergsson - Randver Þorláksson
  • Sigmar Geir Gilsson - Pálmi Gestsson
  • Sámur Tryggvason - Pálmi Gestsson
  • Gunnlaugur Skarann - Sigurður Sigurjónsson
  • Ebba Andersen - Randver Þorláksson
  • Karl Karlsson - Pálmi Gestsson
  • Logi Ásmundsson - Randver Þorláksson
  • Eiríkur Steindórsson - Pálmi Gestsson
  • Víðir Rósberg - Sigurður Sigurjónsson
  • Flosi Jónmundarsson - Sigurður Sigurjónsson