Listi yfir kvikmyndir um RMS Titanic

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skipið RMS Titanic hefur komið við sögu í fjölmörgum kvikmyndum, sjónvarpsmyndum og sjónvarpsseríum.

Myndir um RMS Titanic[breyta | breyta frumkóða]

Plakat Ár Titill Leikstjóri Annað
1912 In Nacht und Eis Mime Misu Þýsk kvikmynd sem að var talin glötuð þangað til að safnari fann eintak af henni í safninu sínu árið 1998.
1912 Saved from the Titanic Étienne Arnaud Dorothy Gibson, sem að var í raun og veru um borð skipsins, fer með aðalhlutverkið. Myndin er glötuð.
1913 Atlantis August Bloom Dönsk kvikmynd.
1920 Sex Fred Niblo Gerist um borð skáldskapaða skipsins Gigantic sem að á að merkja Titanic.
1929 Atlantic Ewald André Dupont Myndin var að stórum hluta til skálduð frásögn af ferð skipsins. Fyrsta kvikmynd um skipið með hljóði.
1943 Titanic Werner Klingler, Herbert Selpin Þýsk áróðursmynd sem að var framleidd af nasistunum í Seinni Heimstyrjöldinni
1953 Titanic Jean Negulesco Bandarísk drama mynd um ósamlynt par sem að ferðast um borð RMS Titanics
1958 A Night to Remember Roy Ward Baker
1979 S.O.S. Titanic William Hale Sjónvarpsmynd um ferð skipsins sem að fylgir farþegum skipsins á fyrsta, öðru og þriðja farrými.
1980 Raise the Titanic Jerry Jameson Kvikmynd byggð á metsölubók Clive Cusslers, Raise the Titanic. Myndin var flopp og fékk slæma dóma gagnrýnenda sem að leiddi til þess að myndverið sem að framleiddi hana tapaði rúmum 28 milljónum bandaríkjadala.
1995 Titanica IMAX heimildarmynd sem að tók myndir af skipinu.
1996 Titanic Robert Lieman Sjónvarpssería frá árinu 1996.
1996 No Greater Love Richard T. Heffron Sjónvarpsmynd sem að fylgir ungri stúlku sem að annast um yngri systkinin sín eftir að foreldrar þeirra fara niður með skipinu.
1997 Titanic James Cameron Bandarísk mynd frá árinu 1997. James Cameron lét endurbyggja skipið fyrir myndina sem að leiddi til þess að hún varð dýrasta mynd allra tíma. Myndin var tilnefnd til þrettán óskarsverðlauna og varð tekjuhæsta mynd allra tíma í þrettán ár eftir að hún kom út.
2001 Titanic: The Legend Lives On Camillo Teti Ítölsk teiknimynd.
2003 Ghosts of the Abyss James Cameron IMAX heimildarmynd í þrívídd.