Listi yfir The Closer (2. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Önnur þáttaröðin af The Closer var frumsýnd 12. júní 2006 og sýndir voru 15 þættir

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]


Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Blue Blood James Duff og Mike Berchem Michael M. Robin 12.06.2006 1 - 14
Brenda rannsakar morð á lögreglumanni hjá lögreglunni sem var á frívakt og Fritz þrýstir á hana um það hvort hann eigi að flytja inn til hennar.
Mom Duty Wendy West Gloria Muzio 19.06.2006 2 - 15
Þegar kviðdómari deyr við réttarhöld á mafíuforingja þarf Brenda að komast að því hvort látið tengist réttarhöldunum eða ekki. Á meðan fær hún óvænta heimsókn frá móður sinni og seinkar það innflutningi Fritz.
Slippin Hunt Baldwin og John Coveny Elodie Keene 26.06.2006 3 - 16
Meiðsli á einum og morð á öðrum nemanda í Kaliforníuháskóla gerir að verkum að Brenda á í nógu að snúast með að skemmta móður sinni og rannsaka málið.
Aftertaste Steven Kane Arwin Brown 03.07.2006 4 - 17
Rannsókn á morði eiganda veitingarstaðar er flókin vegna skrítinnar hegðunar Brendu.
To Protect and to Serve Adam Belanoff Elodie Keene 10.07.2006 5 - 18
Flynn og Provenza taka íþróttamiða fram yfir skyldu sína. Afleiðingar þeirrar ákvörðunar gætu orðið deildinni dýrkeyptar.
Out of Focus Hunt Baldwin og John Coveny Michael M. Robin 17.07.2006 6 - 19
Brenda rannsakar hugsanlegt sjálfsmorð ljósmyndara og Fritz fær skrítið símtal.
Head Over Heels Wendy West Matt Earl Beesley 24.07.2006 7 - 20
Brenda rannsakar morð á klámstjörnu sem var skorin í hluta. Það veldur tilfinningum sem óvíst er hvort tengist málinu. Enn er óvíst um þungun.
Critical Missing James Duff og Mike Berchem Rick Wallace 31.07.2006 8 -21
Uppgötvun á líkum japanskrar konu og dóttur hennar, sem við fyrstu sýn virðast vera morð og sjálfsmorð, leiðir liðið í áttina að hugsanlegum raðmorðingja.
Heroic Measures Adam Belankoff Nelson McCormick 07.08.2006 9 - 22
Átta ára drengur deyr. Rannsóknarfulltrúarnir telja að móðir drengsins sé ábyrg fyrir dauða sonar síns en hún reynir að skella skuldinni á aðra.
The Other Woman Steven Kane Lesli Linka Glatter 14.08.2006 10 - 23
Dauði eiturlyfjaneytanda fær Brendu til að leita til Eiturlyfjadeildarinnar og vitnisburður getur ljóstrað upp djúpu leyndarmáli.
Borderline Hunt Baldwin & John Coveny Rick Wallace 21.08.2006 11 - 24
Brenda rannsakar þrefalt morð með engu líki en smávægilegur árekstur truflar rannsóknina. Morðin gætu tengst ólöglegum innflytjendum.
No Good Deed James Duff og Wendy West Charles Haid 28.08.2006 12 - 25
Skotárás á vitni, sem gæti frelsað morðingja, endar með rannsókn hjá kaþólskum skóla og nemendum hans.
Overkill James Duff og Adam Belanoff Michael M. Robin 04.09.2006 13 - 26
Dauði heimildarmanns alríkislögreglunnar setur Fritz í það hlutverk að vera friðarstillir á milli alríkisfulltrúans sem er yfir rannsókninni og Brendu.
Serving the King, Part 1 Hunt Baldwin og John Coveny Arwin Brown 04.12.2006 14 - 27
Gamall vinur Brendu, sem er í leyfi frá vinnu vegna skotárásarinnar í morðherberginu, hringir í hana til þess að leita hjálpar hennar við rannsókn á morði táningspilts sem tengdist hryðjuverkahópi. Þarf hún að vinna málið á laun? Getur Brenda fundið morðingjann áður en lið hennar er rifið niður af Taylor kapteini?
Serving the King, Part 2 James Duff og Mike Berchem Kevin Bacon 04.12.2006 15 - 28
Eftir að hafa tekið aftur við stjórn verður Brenda að efna loforð sitt um að finna meðlimi Army of Allah, sem CIA leitar og vill yfirheyra varðandi sendingu á týndu plútóni.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]