Fara í innihald

Kyra Sedgwick

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kyra Sedgwick
Kyra Sedgwick
Kyra Sedgwick
Upplýsingar
FæddKyra Minturn Sedgwick
19. ágúst 1965 (1965-08-19) (59 ára)
Ár virk1982 -
Helstu hlutverk
Brenda Leigh Johnson í The Closer

Kyra Minturn Sedgwick[1] (fædd 19. ágúst 1965)[2] er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Brenda Leigh Johnson í The Closer.

Sedgwick fæddist í New York borg og er af breskum uppruna[1][3][4][5]. Ættfeður hennar í föðurætt eru meðal annarra dómarinn Theodore Sedgwick, Endicott Peabody (stofnandi Groton School), William Ellery (skrifaði undir Sjálfstæðisyfirlýsinguna), presturinn John Lathrop, og fylkisstjórinn Thomas Dudley.[6]

Sedgwick útskrifaðist frá Friends Seminary og stundaði nám við Sarah Lawrence College.[1] Flutti hún um set frá Sarah Lawrence til S-Kaliforníu háskólans, þaðan sem hún útskrifaðist með leiklistargráðu.

Sedgwick giftist leikaranum Kevin Bacon, 4. september 1988 og saman eiga þau tvö börn.[7]

Sedgwick og Bacon eru fórnarlömb Bernard Madoff skandalsins.

Þann 8. júní 2009 var Sedgwick heiðruð með stjörnu á Hollywood Walk of Fame göngugötunni sem er staðsett við 6356 Hollywood Blvd.[8]

Fyrsta leikhúsverk Sedgwick var árið 1988 í Ah, Wilderness. Hefur hún síðan þá komið fram í leikritum á borð við Not Waving, Stranger og Maids of Honor.

Fyrsta sjónvarpshlutverk Sedgwick var árið 1982 í sápuóperunni Another World þegar hún var aðeins sextán ára. Kom hún síðan fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Miami Vice, Talk to Me, Ally McBeal og Sesame Street.

Frá 2005-2012, lék Sedgwick aðalhlutverkið í dramaþættinum The Closer sem lögreglufulltrúinn Brenda Leigh Johnson. Sedgwick hefur bæði fengið Golden Globe og Emmy verðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í þættinum.

Sedgwick var með sérstakt gestahlutverk sem lögreglufulltrúinn Madeline Wuntch í grínþættinum Brooklyn Nine-Nine frá 2014-2015.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Sedgwick var árið 1985 í War and Love. Árið 1989 lék hún kærustu persónu Tom Cruise í Born on the Fourth of July. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Heart and Souls, Phenomenon, Just a Kiss, The Woodsman og Man on a Ledge.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1985 War and Love Halina
1986 Tai-Pan Tess Brock
1988 Lemon Sky Carol
1988 Kansas Vændiskona
1989 Born on the Fourth of July Donna, kærasta Rons
1990 Mr. & Mrs. Bridge Ruth Bridge
1991 Pyrates Sam
1992 Singles Linda Powell
1993 Heart and Souls Julia
1995 Murder in the First Blanche, vændiskona
1995 Something to Talk About Emma Rae King
1995 The Low Life Bevan
1996 Phenomenon Lace Pennamin
1997 Critical Care Felicia Porter
1998 Montana Claire Kelsky
2000 What´s Cooking? Rachel Seelig
2000 Labor Pains Sarah Raymond
2002 Personal Velocity: Three Portraits Delia Shunt
2002 Just a Kiss Halley
2003 Behind the Red Door Natalie
2003 Secondhand Lions Mae
2004 The Woodsman Vicki
2004 Cavedweller Delia Byrd
2005 Loverboy Emily
2007 The Game Plan Stella Peck
2009 Gamer Gina Parker Smith
2012 Man on a Ledge Suzie Morales
2012 The Possessions Stephanie
2013 Kill Your Darlings Marian Carr óskráð á lista
2013 Chlorine Georgie
2014 The Road Within Dr. Mia Rose
2014 The Humbling Louise Trenner
2014 Reach Me Colette
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1982-1983 Another World Julia Shearer ónefndir þættir
1985 ABC Afterschool Specials Cindy Eller Þáttur: Cindy Eller: A Modern Fairy Tale
1985 Miami Vice Sarah MacPhail Þáttur: Phil the Shill
1986 Amazing Stories Dora Johnson Þáttur: Thanksgiving
1987 The Man Who Broke 1,000 Chains Lillian Salo Sjónvarpsmynd
1987 American Playhouse ónefnt hlutverk Þáttur: The Wide Net
1990 Women and Men: Stories of Seduction Arlene Sjónvarpsmynd
1991 Women and Men 2: In Love There Are No Rules Arlene Megeffin Sjónvarpsmynd
1992 Miss Rose White Rose White Sjónvarpsmynd
1993 Family Pictures Nina Eberlin Sjónvarpsmynd
1996 Losing Chase Elizabeth Cole Sjónvarpsmynd
1998 Twelfht Night, or What You Will Greifynjan Olivia Sjónvarpsmynd
2000 Talk to Me Janey Munroe 3 þættir
2001 Hudson´s Law ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2002 Ally McBeal Helena Greene Þáttur: All of Me
2002 Door to Door Shelly Soomky Brady Sjónvarpsmynd
2002 Stanley Þjóðgarðsvörður Þáttur: Woodpecker Woes/P.U. Pup
Talaði inn á
2004 Something the Lord Made Mary Blalock Sjónvarpsmynd
2003-2007 Queen Supreme Saksóknarinn Quinn Coleman 6 þættir
2010 Sesame Street Falin Carla Þáttur: The Camouflage Challenge
2005-2012 The Closer Brenda Leigh Johnson 109 Þættir
2014-2015 Brooklyn Nine-Nine Lögreglufulltrúinn Madeline Wuntch 7 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films verðlaunin

  • 2012: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpi fyrir The Closer.
  • 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpi fyrir The Closer.
  • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpi fyrir The Closer.
  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpi fyrir The Closer.
  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpi fyrir The Closer.
  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpi fyrir The Closer.
  • 1994: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Heart and Souls.

American Comedy verðlaunin

American Television verðlaunin

Chicago Film Critics Association verðlaunin

DVD Exclusive verðlaunin

Emmy verðlaunin

  • 2010: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.

Golden Globe verðlaunin

  • 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2007: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Something to Talk About.
  • 1993: Tilnefnd sem besta leikkona í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Miss Rose White.

Gracie Allen verðlaunin

  • 2006: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.

Independent Spirit verðlaunin

MTV Movie verðlaunin

Online Film & Television Association verðlaunin

  • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.

People´s Choice verðlaunin

  • 2009: Verðlaun sem uppáhalds drama dívan fyrir The Closer.

Phoenix Film Festival verðlaunin

  • 2005: Copper Win Tribute verðlaunin.

Satellite verðlaunin

  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2006: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2005: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Woodsman.
  • 2005: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2012: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2011: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2010: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2009: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2008: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2006: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.

Society of Camera Operators verðlaunin

  • 2013: Forseta verðlaunin.

TV Guide verðlaunin

  • 2012: Tilnefnd sem uppáhalds leikkona fyrir The Closer.

Television Critics Association verðlaunin

  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Closer.

Theatre World verðlaunin

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 Kyra M. Sedgwick And Kevin Bacon, Actors, Engaged - New York Times
  2. SEDGWICK.ORG - Sedgwick Genealogy Worldwide
  3. Kyra Sedgwick Biography (1965-)
  4. Sedgwick Genealogy Worldwide
  5. Scott, Walter (30. maí 1993). „Personality Parade“. Deseret News. Sótt 11. september 2009.[óvirkur tengill]
  6. Famous Sedgwicks
  7. http://www.geneall.net/U/per_page.php?id=1014399
  8. Verðlaun og tilnefningar Kyru Sedgwick á IMDB síðunni