Lisp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lisp[1] er fjölskylda listavinnsluforritunarmála[1][2] sem notar málskipan sem einkennist af svigum sem nefnast S-segðir. Lisp var fyrst tilgreint árið 1958 og er elsta hámál enn í notkun á eftir Fortran. Margar Lisp-mállýskur í notkun í dag eins og Common Lisp, Scheme og nýlega Clojure.

Lisp var upprunalega byggt á lambda-reikningi[2] og var mikið notað innan gervigreindarfræði fyrst um bil. Mörg hugtök innan tölvunarfræði komu fyrst fram í Lisp, eins og tré, ruslasöfnun, kvikleg tögun og sjálfhýstur þýðandi.

Orðið LISP er dregið af enska hugtakinu list processing („listavinnsla“) enda eru keðjulistar ein aðalgagnagrind Lisp-mála sem er einnig notuð til að tákna frumþulu og er málið því sammynda (eða samtákna, samtáknandi)[3] og því er hægt að meðhöndla Lisp-kóða eins og venjuleg gögn — þetta er mikið nýtt við fjölvagerð sem gerir forriturum kleyft að breyta málskipun málsins og að skrifa forrit sem búa til önnur, jafnvel flóknari, forrit.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]