Fara í innihald

Lindakirkja

Hnit: 64°5.648′N 21°51.706′V / 64.094133°N 21.861767°V / 64.094133; -21.861767
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lindakirkja er nýjasta kirkjan í Kópavogi. Kirkjan er staðsett í Uppsölum 3 í Salahverfinu. Lindasókn var stofnuð í febrúar 2002 og varð að prestakalli 1. júlí sama ár. Árið 2004 var byggingarnefnd Lindakirkju sett á laggirnar og haustið 2006 hófust framkvæmdir við byggingu kirkjunnar. Það voru ASK Arkitektar sem teiknuðu Lindakirkju og ÍSTAK sáu um bygginguna. Þann 14. desember 2008 var fyrsti áfanginn vígður, safnaðarsalur, kennslustofa, eldhús og skrifstofur. Sóknarprestur í Lindakirkju er Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðni Már Harðarson er prestur. Við kirkjuna er að finna nýjan grafreit. Mörk Lindasóknar afmarkast í norðri, austri og suðri af bæjarmörkum Kópavogs en til vesturs af Reykjanesbraut.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

64°5.648′N 21°51.706′V / 64.094133°N 21.861767°V / 64.094133; -21.861767