Digraneskirkja

Hnit: 64°6.484′N 21°53.152′V / 64.108067°N 21.885867°V / 64.108067; -21.885867
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Digraneskirkja

Digraneskirkja er kirkja við Digranesveg 82 í Kópavogi. Digranessöfnuður var stofnaður í ágúst 1971.

Kirkjuhúsið[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta skóflustungan að Digraneskirkju var tekin þann 27. mars 1993 af dr. Sigurbirni Einarssyni biskupi, og sr. Þorbergur Kristjánsson flutti ritningarorð og bæn. Þá voru í sóknarnefnd Þorbjörg Daníelsdóttir, formaður, Kristján Ingimundarson, varaformaður, Jónas Frímansson, ritari, Bjarni Bragi Jónsson, gjaldkeri, Sólveig Árnadóttir, Arnþór Ingólfsson og Hrefna Pétursdóttir. Í varastjórn voru Guðmundur Guðjónsson, Rannveig Sigurðardóttir, Magnús Bjarnfreðsson, Guðrún Vigfúsdóttir og Jón Þorkell Rögnvaldsson.

Hitann og þungann af allri undirbúningsvinnu við kirkjubygginguna, m.a. langar umræður um staðsetningu hennar, bar byggingarnefndin, Þorbjörg Daníelsdóttir sóknarnefndarformaður, Jónas Frímansson ritari, Bjarni Bragi Jónsson gjaldkeri, Kristján P. Ingimundarson, varaformaður.

Arkitekt var Benjamín Magnússon. Um burðarþolshönnun sá Verkfræðistofa Guðmundar Magnússonar. Suðurverk hf. sá um jarðvinnslu. Byggingarmeistari var Hallvarður S. Guðlaugsson, múrarameistari var Björn Kristjánsson, málarameistari var Guðmundur Helgason, pípulagningarmeistari var Daníel Guðmundsson og rafvirkjameistari var Þórður Kjartansson.

Loftræstingu og pípukerfi hannaði Lagnatækni, en Ísloft sá um uppsetningu þess. Rafteikning hannaði raflagnir. Geir Svavarsson hjá Rafís sá um hljóðkerfi kirkjunnar. Um allar innihurðir og innréttingar sá smíðastofan Beyki. Byggingarstjóri var Magnús Bjarnason.

Reisugildi kirkjunnar var haldið 4. desember 1993. og bauð sóknarnefndin upp á kaffiveitingar. Hr. Ólafur Skúlason, biskup yfir Íslandi vígði kirkjuna 17. sunnudag eftir þrenningarhátíð, 25. september 1994 kl. 16:00. Séra Þorbergur Kristjánsson þjónaði fyrir altari ásamt biskupi. Tónlistarflutning fyrir athöfn önnuðust Smári Ólason organisti við Digraneskirkju, Örn Falkner organisti við Kópavogskirkju og Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri. Við athöfnina sá Smári Ólason organisti um tónlistarflutnig ásamt Einari Jónssyni og Jóhanni Stefánssyni á trompet. Guðrún Lóa Jónsdóttir söng einsöng, ásamt kór Digraneskirkju og kór Kópavogskirkju.

Orgel og kirkjumunir[breyta | breyta frumkóða]

Orgel kirkjunnar er 19 radda pípuorgel með 1128 pípum, sem Björgvin Tómasson smíðaði. Hökla kirkjunnar gerði Guðrún Vigfúsdóttir veflistakona. Elín Þorgilsdóttir saumaði og gaf altarisdúk sem er á altarinu. Skírnarskálina gerði Jónína Guðnadóttir myndlistamaður úr Hafnarfirði. Leó Guðlaugsson, Víghólastíg 20, gaf moldunarreku sem hann smíðaði úr rekaviði af Hornströndum. Guðrún Vigfúsdóttir gaf handofið efni í hvítan hátíðarhökul og tilheyrandi stólu.

Prestar[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti sóknarprestur við Digraneskirkju var sr. Þorbergur Kristjánsson, kveðjuguðsþjónusta sr. Þorbergs var 30. júli 1995. Sr. Gunnar Sigurjónsson hefur verið sóknarprestur Digraneskirkju frá 1. ágúst 1995. Sumarið 2000 kom til starfa hjá söfnuðinum sr. Magnús Björn Björnsson og sr. Yrsa Þórðardóttir hóf störf haustið 2006.

Organistar[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti organisti við kirkjuna var Smári Ólason, frá 10. águst 1994 til 31. ágúst 1996. Sólveig S. Einarsdóttir var organisti þar frá 1. september 1996 til 31. ágúst 1997 og Kjartan Sigurjónsson frá 1. september 1997 til 31. maí 2010. Þann 1. september 2010 tók Zbigniew Zuchowicz við starfi organista.

Sóknarmörkin[breyta | breyta frumkóða]

Að skipulagi þjóðkirkjunnar mynda söfnuðirnir sóknir. Digranessókn nær frá Kópavogsgjá í vestri, er sunnan Nýbýlavegar og nær að Skálaheiði í austri. Smárahvammslandið sunnan Digraneskirkju er allt í Digranessókn. Sóknarbörn eru u.þ.b. 9000 talsins.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


64°6.484′N 21°53.152′V / 64.108067°N 21.885867°V / 64.108067; -21.885867