Grænmetisæta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ýmsir ávextir og grænmeti ásamt mjólkurafurðum.

Grænmetisætur kallast þau sem forðast að borða kjöt. Þau neyta þá einkum fæðu úr plönturíkinu, svo sem grænmetis, ávaxta, berja, bauna, korna, hneta, fræja, og sjávarplantna. Sum neyta mjólkurvara og eggja.

Fjölbreyttar ástæður geta legið að baki því að einhver gerist grænmetisæta, ástæðurnar geta verið siðferðislegar, mannúðlegar, vegna umhverfnisverndar, heilsufarslegar, félagslegar, trúarlegar, eða vegna menningar.

Vegna mismunandi ástæðna eru grænmetisætur misstrangar í mataræði sínu. Sumar forðast allar dýraafurðir (mjólkurvörur, egg, hunang, o.s.f.v.) og kallast þá grænkerar (vegan). Margar grænmetisætur forðast að ganga í fatnaði sem er framleiddur með þeim hætti að hann valdi dauða eða þjáningu dýra, eins og leðri, ull, silki, fjöðrum, og loðfeldi.[1][2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Af hverju veganistar leggja sér hunang ekki til munns“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. janúar 2019. Sótt 5. nóvember 2018.
  2. „Hvað fellur undir veganisma?“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. mars 2018. Sótt 5. nóvember 2018.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]