Lina Wertmüller
Lina Wertmüller (f. 14. ágúst 1928; d. 9. desember 2021) var ítalskur kvikmyndaleikstjóri. Hún var fyrsta konan sem hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn fyrir kvikmyndina Sjö sætar (Pasqualino Settebellezze) árið 1976.[1] Hún vakti fyrst alþjóðlega athygli með fjórleik sínum þar sem Giancarlo Giannini fer með aðalkarlhlutverkið; Mimi og mafían 1972, Kvikmynd um ást og stjórnleysi 1973, Óvenjuleg örlög 1974 og Sjö sætar 1975. Í myndunum er gróteskum húmor og kaldhæðni beitt til að draga upp mynd af hlutskipti fátæks alþýðufólks á Suður-Ítalíu. Aðalsöguhetjan er alltaf alþýðumaður (verkamaður, smákrimmi, bóndi, sjómaður) sem leikinn er af Giannini og í samböndum hans við konur endurspeglast stéttabaráttan og vonlítil staða verkafólks gagnvart hinum ríku og voldugu. Wertmüller var sökuð um kvenfyrirlitningu vegna þess hvernig farið er með kvenpersónur í myndum hennar, einkum í Óvenjuleg örlög.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Pingitore, Silvia (22. júní 2020). „The first woman nominated for Best Director in 1977: interview with Academy Honorary Award winner Lina Wertmüller“. the-shortlisted.co.uk (bresk enska). Sótt 15. febrúar 2022.