Djöfull

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bronsstytta af konungi djöflanna í fornmesópótamískum trúarbrögðum.

Djöfull (úr latínu diabolos „rógberi“), demón (úr grísku δαίμων daímón „guðlegur andi“), púki eða ári er vættur, oftast illur, sem kemur víða fyrir í goðsögum, dultrú, skáldskap og þjóðtrú. Djöflar koma fyrir í trúarbrögðum fornþjóða í Austurlöndum nær og abrahamískum trúarbrögðum sem skaðlegir andar sem hrekkja fólk og valda sjúkdómum, freista þess til að syndga gegn guði, eru hjálparandar illra norna og galdramanna og taka yfir líkama fólks (andsetning).

Í Biblíunni er Satan nefndur „Djöfullinn“, en annars koma djöflar ekki víða fyrir nema í Opinberunarbókinni. Hins vegar koma þar oft fyrir englar Satans. Sumir kristnir guðfræðingar hafa því túlkað djöfla sem „fallna engla“.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.