Fara í innihald

Leptis Magna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.
Sigurbogi Septimius Severus rómarkeisara.
Hringleikahúsið.
Markaðstorgið.

Leptis Magna (arabíska: لَبْدَة‎‎ Labdah) eru fornar minjar og rústir borgar í Khoms, Líbíu, 130 km austur af Trípólí. Borgin var mikilvæg meðal annars í Rómaveldi.

Borgin var undir stjórn Berba og Fönikíumanna 1000 árum fyrir Krist og svo undir Karþagó, höfuðstað Fönikíumanna frá 4. öld fyrir Krist þar til Rómverjar unnu hana á sitt vald eftir þriðja púnverska stríðið, um 146 fyrir Krist. Borgin var mikilvæg verslunarborg í rómversku Afríku. Á 4. öld eftir Krist hafði borgin minnkað mikilvægi og það versnaði með flóðbylgju sem skall á henni árið 365. Árið 439 náðu Vandalar borginni á sitt vald og vörðu hana undan árásum Berba. Rómverjar náðu borginni seinna og borgin varð hluti af Austrómverska ríkinu. Á 6. öld var borgin orðin kristin að mestu leyti og leið fyrir framgang Saharaeyðimerkurinnar. Upp úr miðri 7. öld hófu Arabar innreið sína á svæðið en mættu lítilli mótstöðu þar sem íbúafjöldi var undir 1000 manns. Með tímanum gleymdist borgin og var komin undir sand á 10. öld.

Í byrjun 20. aldar þegar Ítalir réðu yfir svæðinu voru þeir staðráðnir í að finna borgina og á 4. áratug aldarinnar var hún grafin upp. Um aldamótin 2000 fundu þýskir fornleifafræðingar mósaíkmyndir á svæðinu.

Svæðið hefur að geyma einar stærstu rómversku fornminjar við Miðjarðarhafið og eru þær á heimsminjalista UNESCO.

Fyrirmynd greinarinnar var „Leptis Magna“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. okt 2016.