Fara í innihald

Leirufjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leirufjörður er fjörður í Jökulfjörðum á Vestfjörðum. Leirufjörður er ekki hluti af Hornstrandafriðlandinu og tilheyrir sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ.

Allt undirlendi í dalnum inn af firðinum einkennist af leirum, frárennslið frá jöklinum og heiðinni safnast ekki saman í eina á sem rennur um hann miðjan heldur rennur um óteljandi ár sem klofna og falla saman aftur og þegar mest er í ánnum rennur yfir landið á milli og ber því fjörðuinn nafn við hæfi.

Rétt vestan við Dalsá (í Munaðardal á Snæfjallaströnd) er óábyrgður slóði í norður frá um 1975, mjög erfiður yfirferðar einkum yfir stærstu þveránna, sem endar áður en aftur fer að halla niður á við. Út frá þessum slóða lagði landeigandi, Sólberg Jónsson sparisjóðsstjóri í Bolungarvík (átti sumarbústað í firðinum), veg í óleyfi í fjörðinn í ágúst 2005. Hafði hann fengið leyfi til að flytja jarðýtu vegleiðina í fjörðinn sem þó var umdeilt en umfangið orðið meira en til stóð. Þar sem slóðinn frá '75 endar og ólöglegi vegurinn hefst er nú tálmi sem ekki verðu komist hjá.

Skriðjökullinn Drangajökull teygir sig niður í fjörðinn, en hann hopaði mjög á 19. öld. Skógrækt er í Leirufirði.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.