Fara í innihald

Leira (byggðarlag)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leira eða Hólmsleira var bæjarhverfi á austanverðu Miðnesi á Suðurnesjum. Þar bjuggu fleiri um aldamótin 1800 en í Keflavík.[1] Þarna var mikið útræði og góðar lendingar fyrir árabáta. Tvö höfuðból voru þar: Stóri-Hólmur og Litli-Hólmur. Þar var reistur barnaskóli árið 1900. Hólmsberg er sunnan við Leiruna og greinir hana frá Keflavík. Þar liggja nú mörk Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Í Leirunni er nú Hólmsvöllur, golfvöllur á vegum Golfklúbbs Suðurnesja.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Gísli Brynjólfsson. „Leiran“. Ferlir.is. Sótt 1.7.2023.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.