Fara í innihald

Þorgerður Egilsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorgerður Egilsdóttir (10.11. öld) var húsfreyja á Goddastöðum og í Hjarðarholti í Laxárdal í Dalasýslu. Hún var kona Ólafs páa Höskuldssonar og því tengdadóttir Melkorku og Höskuldar Dala-Kollssonar. Þorgerður var dóttir Egils Skalla-Grímssonar og hét eftir Þorgerði brák, sem var ambátt Skalla-Gríms og fóstra Egils. Þau Þorgerður og Ólafur áttu átta börn, þar á meðal Kjartan Ólafsson, og auk þess fóstruðu þau Bolla bróðurson Ólafs.

Þegar Egill á Borg, faðir Þorgerðar, missti son sinn, Böðvar, í sjóslysi í Borgarfirði ætlaði hann að svelta sig til bana. Þá var Þorgerður sótt vestur og með klókindum gat hún fengið karlinn til að hætta í sveltinu og yrkja frekar kvæði. Þá varð kvæðið Sonatorrek til.

Um Þorgerði er fjallað í Egils sögu og í Laxdæla sögu.