Langbarðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Alboin's Italy-it.svg

Langbarðar voru germanskur þjóðflokkur frá Norður-Evrópu sem settist að við Dóná á Þjóðflutningatímabilinu eftir langa ferð frá ósum Saxelfar sem hófst á 2. öld e.Kr. Þaðan réðust þeir með öðrum þjóðflokkum inn í Ítalíu árið 568 undir stjórn Álfvini Langbarðakonungs. Þeir stofnuðu þar ríki sem náði yfir alla Ítalíu nema Páfaríkið sem náði yfir Róm og nærsveitir og Sikiley og strandhéruð Suður-Ítalíu sem heyrðu undir Býsantíum. Konungsríki Langbarða stóð til ársins 774 þegar Frankar lögðu það undir sig.

Helsta heimildin um sögu Langbarða er Historia gentis Langobardorum eftir Pál djákna sem var rituð á árunum frá 787 til 796.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.