Frelsisstyttan
Útlit
(Endurbeint frá La liberté éclairant le monde)
Frelsisstyttan (enska opinberlega: Liberty Enlightening the World, yfirleitt Statue of Liberty; franska: La liberté éclairant le monde) er stór stytta sem Frakkland gaf Bandaríkjunum árið 1886. Styttan stendur á Liberty-eyju í eigu New York-borgar en New Jersey megin í New York-höfn og býður ferðamenn, innflytjendur og aðra velkomna. Styttan er úr kopar og er öll þakin spanskgrænu. Hún var vígð þann 28. október 1886 í tilefni af aldarafmæli Bandaríkjanna. Frédéric Bartholdi hannaði styttuna og Gustave Eiffel (hönnuður Eiffelturnsins) hannaði burðarvirki hennar. Styttan er verndað svæði, svokallað national monument.