Eiffelturninn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eiffelturninn
Eiffelturninn

Eiffelturninn er járnturn á Champ de Mars París á vinstri bakka árinnar Signu. Er hæsta bygging í París og eitt af þekktustu kennileitum í heiminum. Turninn er nefndur eftir hönnuðinum, Gustave Eiffel og er frægur ferðamannastaður. Eiffelturninn var byggður fyrir heimsýninguna í París árið 1889 og er 324 metrar að hæð og vegur 7300 tonn. Mögulegt er að ganga hluta leiðarinnar upp í turninn eða 1660 þrep en taka verður lyftur til þess að komast á toppinn.

Í frétt í vestur-íslenska vikublaðinu Lögbergi var sagt frá því árið 1911 að Frakkar væri að hugsa um að nota Eiffelturninn sem haglhlíf fyrir Parísarborg:

Með því að senda út frá turninum rafmagnsstraum er ætlast til að verja megi borgina á tuttugu mílna löngu sviði allt umhverfis fyrir hagli, rétt eins og sólhlíf hlífir manni við sólargeislunum það sem hún nær til.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.