Lúðrasveit Reykjavíkur - The Reykjavík City Band
Lúðrasveit Reykjavíkur - The Reykjavík City Band | |
---|---|
SG - 051 | |
Flytjandi | Lúðrasveit Reykjavíkur |
Gefin út | 1972 |
Stefna | Lúðrasveitalög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Pétur Steingrímsson |
Hljóðdæmi | |
Lúðrasveit Reykjavíkur - The Reykjavík City Band er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1972. Stjórnandi er Páll P. Pálsson. Hljóðritun fór fram í Ríkisútvarpinu undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Ljósmyndir á plötuumslagi tók Kristján Magnússon.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Lúðrakall! - Lag - Páll P. Pálsson
- Ég vil elska mitt land - Lag - Bjarni Þorsteinsson - Útsetning: Jan Morávek
- Gamlir félagar - Lag - Árni Björnsson
- Lóan er komin - Lag - Ísólfur Pálsson - Útsetning: Jan Morávek
- Rís þú unga Íslands merki - Lag - Sigfús Einarsson - Útsetning: Jan Morávek
- Yfir voru ættarlandi - Lag - Sigfús Einarsson - Útsetning: Jan Morávek
- Tjarnarmarz - Lag - Páll P. Pálsson
- Nú er glatt í hverjum hól - Lag - Helgi Helgason - Útsetning: Páll P. Pálsson
- Stóð ég úti í tunglsljósi - Lag - Íslenskt þjóðlag - Útsetning: Páll P. Pálsson
- Lúðrakall II - Lag - Páll P. Pálsson
- Ó, Guð vors lands - Lag - Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Útsetning: Páll P. Pálsson
- Lát hornin gjalla - Lag - Karl Ó. Runólfsson
- Fífilbrekka - Lag - Þjóðlag í raddsetningu E. Thoroddsen - Útsetning: Guðmundur Norðdahl
- Ísland ögrum skorið - Lag - Sigvaldi Kaldalóns - Útsetning: Jan Morávek
- Ó, blessuð vertu sumarsól - Lag - Ingi T. Lárusson - Útsetning: Björn R. Einarsson
- Öxar við ána - Lag - Helgi Helgason - Útsetning: Jan Morávek
- Lýsti sól - Lag - Jónas Helgason - Útsetning: Páll P. Pálsson
- Íslands hrafnistumenn - Lag - Emil Thoroddsen - Útsetning: Albert Klahn
Textabrot af bakhlið plötuumslags
[breyta | breyta frumkóða]Hljómplata þessi er gefin út í tilefni af fimmtíu ára afmœli Lúðrasveitar Reykjavíkur. Á plötunni er eingöngu að finna íslenzk lög, sem œtti ekki aðeins að verða til þess að gera hana eigulega í augum þeirra, sem ánœgju hafa að lúðrablœstri heldur og hinna, sem leggja vilja eyrun eftir íslenzkri tónlist. Hér er að sjálfsögðu þjóðsöngurinn, og siðan mörg gamalkunn lög eftir mörg þekktustu tónskáld þjóðarinnar. Og marzar eru hér nokkrir, allir eftir kunna lúðrasveitarmenn.
ÍslenzK tónlistarsaga verður ekki svo skráð, að hlutur Lúðrasveitar Reykjavíkur verði þar ekki stór á metunum. Margir kunnustu hljómlistarmanna þjóðarinnar hófu feril sinn í Lúðrasveit Reykjavíkur. Hljómsveit Reykjavíkur, er síðar varð Sinfóníuhljómsveit Íslands, er beinlínís sprottin úr þeim jarðvegi er Lúðrasveit Reykjavíkur lagði fyrr á árum. Páll P. Pálsson, sem nú stjórnar Lúðrasveit Reykjavíkur, hefur verið hennar stoð og styrkur í rúma tvo áratugi. Undir stjórn hans hafa gæði sveitarinnar verið hvað mest. Leikurinn hefur aldrei verið hreinni eða nákvœmari og þó að viðameiri verkefnum hafi ekki verið komið við á þessari hljómplötu, þá stendur Lúðrasveit Reykjavíkur sig ekki síður í flutningi þeirra, eins og heyra mátti á hinum listrœnu hljómleikum hennar árið 1971. Ég átti þess kost að starfa í nokkur ár í Lúðrasveit Reykjavíkur á mínum yngrí árum. Hlaut þar góða skólun í nákvœmum hljóðfœraleik og kynntist mörgum góðum félaganum. Þessvegna er það mér einstök ánœgja að afhenda Lúðrasveit Reykjavíkur hljómplötu þessa á fimmtiu ára afmœli hennar. |
||